Lyktar eins og hundagubb

Börkur Smári Kristinsson verkfræðingur tók á móti blaðamanni í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Tilgangur heimsóknarinnar var að sýna nýja „þvottavél“ sem vinnur metangas en lyktin vakti mikla athygli.

„Sumir vilja meina að hundurinn hafi komið hérna inn og gubbað þrisvar, fjórum, fimm sinnum og ekki þrifið upp eftir sig. Þetta hafi fengið að liggja hér í sólarhring og svo kemurðu aftur inn. En þetta er farið að venjast og ég tek voða lítið eftir þessu núna,“ sagði Börkur hlæjandi.

Verkefni hans miðar rannsaka mögulegar þvottaaðferðir til að nota í nýrri gas- og jarðgerðarstöð Sorpu sem verður komin í gagnið árið 2018.

Börkur sýndi blaðamanni þvottavélina á rannsóknarstofunni og einnig var farin skoðunarferð um urðunarsvæðið sjálft. Sjón er sögu ríkari en nánar er rætt við Börk í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert