Grafalvarleg staða

Bjarni Benediktsson segir, að í of marga áratugi hafi framvinda …
Bjarni Benediktsson segir, að í of marga áratugi hafi framvinda mála á vinnumarkaði strandað á afarkostum sem einstaka aðilar setji öðrum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsso

„Við höfum móttekið þessi skilaboð frá þeim og þetta er í raun og veru ákall um að við bíðum með að hækka lífeyrisaldur almannatrygginga og við erum að skoða það hvort það eru rök fyrir því að láta það bíða fyrst jöfnun lífeyrisréttinda hefur ekki klárast.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í dag, spurður hver viðbrögð hans væru við ályktun miðstjórnar ASÍ. Þar segir að um hrein svik sé að ræða varðandi jöfnun lífeyrisréttinda og samstillingu almannatrygginga og lífeyrissjóða. Ekki gangi að ætla almenningi að búa við 70 ára lífeyristökualdur á sama tíma og alþingismenn og opinberir starfsmenn geta farið á fullan lífeyri 65 ára.

„Það er sameiginlegur skilningur á því að jöfnun lífeyrisréttinda og hækkun lífeyristökualdursins í almannatryggingakerfinu þurfi að fylgjast að,“ bætir Bjarni við en hann og forsætisráðherra hafi fundað um málið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert