Rætt við Crist um ferjusmíði

Vestmannaeyjar og Landeyjahöfn í forgrunni.
Vestmannaeyjar og Landeyjahöfn í forgrunni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegagerðin er sérstaklega að skoða tilboð frá pólsku skipasmíðastöðinni Crist SA í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Tilboð fyrirtækisins var það fimmta lægsta, samkvæmt upplýsingum sem fram komu þegar tilboðin voru opnuð. Munar um 600 milljónum á því og tilboði frá kínversku stöðinni Nantong sem var lægst.

Tvö kínversk tilboð, eitt norskt og eitt tyrkneskt voru lægri en það pólska. Við samanburð á tilboðunum reiknuðu Ríkiskaup og Vegagerðin inn aukakostnað við eftirlit, heimsiglingu og fleiri þætti og endurröðuðu tilboðunum samkvæmt því. Það mat hefur ekki verið birt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert