100 urðu að bíða eftir næsta flugi

Brottför til Amsterdam er nú áætluð klukkan 19 í kvöld …
Brottför til Amsterdam er nú áætluð klukkan 19 í kvöld ef veður leyfir. Ljósmynd/WOW

Skipta þurfti óvænt um flugvél fyrir flug WOW air til Amsterdam í morgun með þeim afleiðingum að ekki komust allir farþegar með fluginu. Samkvæmt upplýsingum frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, þurfti að notast við aðra vél sem tók ekki eins marga farþega.

Því hafi komið upp sú staða að yfirbókað var í vélina og urðu 100 farþegar að bíða eftir næsta flugi.

Þá hafi þurft að seinka brottför til Amsterdam enn meira vegna óveðurs, en brottför er nú áætluð klukkan 19 í kvöld ef veður leyfir.

Öllum farþegum var boðið hótelherbergi, gjafabréf fyrir mat og rútuferðir, að sögn Svanhvítar sem segir ekki alla hafa þegið þessi úrræði, en farþegar hafi þó almennt sýnt töfunum skilning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert