18 heimilislæknar úskrifaðir

Um þessar mundir eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum.
Um þessar mundir eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum. mbl.is/Árni Sæberg

Hinn 6. október sl. útskrifuðust 18 sérfræðingar í heimilislækningum en aldrei hafa fleiri heimilislæknar útskrifast á sama tíma. Sem stendur eru 46 læknar í sérnámi í heimilislækningum hér á landi en námið tekur fimm ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Þar segir að unnið hafi verið að því að fjölga námsstöðum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun á síðustu árum. Framlög til heilsugæslunnar hafi verið aukin á fjárlögum á þessu ári og því síðasta í þessu skyni.

Þessi fjöldi útskrifta er eitt merki þess og eitt af mörgum skrefum sem færir heilsugæsluna nær því að verða sú grunnstoð í heilbrigðiskerfinu sem henni er ætlað að vera og fyrsti viðkomustaður sjúklinga þegar þeir þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda,“ er haft eftir Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra, sem segir ánægjulegt að sjá hvernig sú stefna sem unnið hefur verið eftir til að efla heilsugæsluna skilar árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert