Jón Ásgeir byrjaður í skýrslutöku

Jón Ásgeir mætir í héraðsdóm í gær.
Jón Ásgeir mætir í héraðsdóm í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var einn af stærstu eigendum Glitnis í gegnum félög sem hann átti eða voru í eigu tengdra aðila, situr fyrir svörum ákæruvaldsins við aðalmeðferð Aurum-málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Allir ákærðu í málinu eru mættir í dómsalinn í dag. Þá er Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, einnig mætt til að fylgjast með skýrslutökunni yfir Jóni.

Fyrir skýrslutökuna var Jón Ásgeir með framsögu þar sem hann fór yfir að hann hefði nú verið til rannsóknar eða með stöðu sakbornings í fjölda mála frá því árið 2002, eða í samtals 15 ár. Hefði hann á þeim tíma setið 260 klukkustundir í yfirheyrslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert