Aukin bílasala skapar vinnu á Litla-Hrauni

Halldór Valur Pálsson fangelsisstjóri á Litla-Hrauni.
Halldór Valur Pálsson fangelsisstjóri á Litla-Hrauni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á Litla-Hrauni, þar sem fangar framleiða númeraplötur á bílaflota landsmanna, hefur verið í nógu að snúast að undanförnu.

Það sem af er þessu ári hafa 57.100 slíkar verið framleiddar og gæti talan á árinu nálgast fjöldann árið 2007 þegar framleiddar voru 70.430 plötur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður á Litla-Hrauni, að áherslur í fangelsismálum séu mjög að breytast. Að fólk í afplánun fari fyrr en áður í opin úrræði eða á áfangaheimili gefi góða raun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert