Veitur þurftu að lækka gjaldskrá

Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, undirbúa lækkun gjaldskrár notenda fyrir kalt …
Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, undirbúa lækkun gjaldskrár notenda fyrir kalt vatn og flutning raforku. mbl.is/Styrmir Kári

Gjaldskrár Veitna Orkuveitu Reykjavíkur fyrir dreifingu á rafmagni og köldu vatni lækka um næstu áramót. Ekki hefur verið ákveðið hversu mikið. Gjaldskrár fyrir fráveitu og hitaveitu munu ekki lækka.

Gjaldskrár Orkuveitu Reykjavíkur hækkuðu mikið í lok árs 2010. Ástæðan var sú að fjárhagur fyrirtækisins var orðinn bágur, meðal annars vegna þess að gjaldskrárnar höfðu ekki fylgt verðlagi í nokkur ár og höfðu rýrnað um 25-30% að raungildi.

Þegar tilkynnt var um fyrirhugaða lækkun gjaldskrár fyrir kalt vatn og dreifingu rafmagns um komandi áramót var tekið fram að það væri vegna góðs árangurs í rekstrinum. Orkuveitan greip til margvíslegra aðgerða í fjármálum sem kallaðar voru Planið en ytri aðstæður hafa einnig orðið fyrirtækinu hagstæðar, svo sem hækkun krónunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert