Jeppinn ekki skráður sem bílaleigubíll

Bíllinn sem erlendi ferðamaðurinn tók á leigu var að ryðga …
Bíllinn sem erlendi ferðamaðurinn tók á leigu var að ryðga í sundur. mbl.is/Birkir Fanndal

Bílaleigujeppinn sem bilaði í Mývatnssveit og bifvélavirki treysti sér ekki til að gera við er ekki skráður sem ökutæki til útleigu í ökutækjaskrá né heldur er eigandi hans skráður með starfsleyfi frá Samgöngustofu til reksturs bílaleigu.

Bílnum var í frétt Morgunblaðsins í gær lýst sem ryðhaug sem væri að detta í sundur. Eigandinn mun hafa óskað eftir því að honum yrði ráðstafað til bílapartasölu.

Frétt mbl.is: Þetta gera bara sálarlausir menn

Bílaleigubílar eiga að hafa sérstaka tryggingu, líka einkaaðilar sem leigja út bíla. Umræddur bíll hafði ekki slíka tryggingu, samkvæmt upplýsingum sem bifvélavirkinn fékk. Óheimilt er að leigja út bíla sem ekki fá fulla skoðun. Jeppinn sem bilaði fékk tvær athugasemdir við skoðun í byrjun þessa árs en þó fulla skoðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert