Oddný: Leyfum nóttinni að líða

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar,vildi ekki tjá sig um möguleika flokksins á því að komast í ríkisstjórn þegar blaðamaður mbl.is tók hana tali í anddyri Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í kvöld.

Hún segir stöðuna vissulega vera slæma en sagði verkefni morgundagsins vera að ræða málin innan flokksins og taka ákvarðanir um næstu skref. Leyfa þyrfti nóttinni að líða. 

Nú kl. 3.30 er Samfylkingin með þrjá þingmenn, þegar rúmlega 113 þúsund atkvæði hafa verið talin á landsvísu. Það eru: Oddný Harðardóttir, Logi Már Einarsson og Guðjón S. Brjánsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert