„Meðlimir kjararáðs eru ekki vont fólk“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi við fjölmiðlamenn og kynnti …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi við fjölmiðlamenn og kynnti ákvörðun sína um að veita Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur sérstaklega fram í nýrri færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins að meðlimir kjararáðs sé ekki vont fólk. Því sé gefið ákveðið hlutverk. Þá skýrir Guðni einnig nánar hvað hann átti við þegar hann spurði hvort hann ætti að vera einhver móðir Teresa sem gortar sig af því? um ákvörðun sína að gefa frá sér hækkun launa sinna sem kjararáð úrskurðaði um.

Frétt mbl.is: Ég þarf ekki þessa kauphækkun

Segir Guðni að einbeittan brotavilja þurfi til að skilja orð sín á þann veg að móðir Teresa hafi stært sig af góðverkum sínum. „Ég átti við að maður á ekki að vera gorta sig ef maður er í þeirri stöðu að geta hæglega látið fé af hendi rakna en verið vel stæður samt sem áður,“ segir Guðni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert