Munaði 100 þúsundum að kaupa á netinu

Dekkin sem um ræðir. Ólafur sparaði sér 100 þúsund krónur ...
Dekkin sem um ræðir. Ólafur sparaði sér 100 þúsund krónur á að panta dekkin erlendis frá. Mynd/Ólafur Nielsen

Stór útgjaldaliður hjá mörgum fjölskyldum kemur á haustin eða í byrjun vetrar þegar skipt er um dekk og vetrardekk sett undir bílinn. Einn þeirra sem sá fyrir talsverð útgjöld vegna þessa er Ólafur Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibri. Þegar hann sóttist eftir tilboðum í dekkjaumgang á 19“ borgarjeppa sem hann á kom upp úr krafsinu að uppsett verð hér á landi var 240 þúsund fyrir umganginn. Með því að panta þau á netinu sparaði hann sér aftur á móti 100 þúsund krónur.

Í samtali við mbl.is segir Ólafur að hann hafi alltaf verið duglegur að gera verðsamanburð á vörum hér á landi og þeim sem fást á netinu. Þannig hafi hann keypt hjól erlendis fyrr á árinu og áður skíði sem hann hafi sparað talsvert á. Segir Ólafur að honum hafi blöskrað verðmunurinn og því ákveðið að skoða þetta þegar kom að dekkjaskiptum.

Bættu Íslandi við listann strax

Eftir stutta leit fann hann vefverslun  í Bretlandi. Eins og oft er staðan sendi verslunin þó ekki til Íslands. Ólafur sendi þeim því bréf hvort hægt væri að senda til Íslands og var Íslandi mjög fljótt bætt í lista yfir viðskiptalönd. Með því tekur verslunin virðisaukaskatt í Bretlandi af dekkjunum við söluna úr landi og við það fæst hagstæðara verð.

Nákvæmlega sömu dekk og Ólafur hafði fundið hér á landi fengust fyrir tæplega 690 pund með sendingakostnaði sem var 150 pund. Dekkin kostuðu því samtals um 98 þúsund krónur, auk þess sem virðisaukaskattur og vörugjöld bættust við hér á landi. Skatturinn og gjöldin námu 42 þúsund krónum og samtals voru dekkin því á 140 þúsund krónur komin hingað til lands og tollafgreidd.

Ólafur Örn Nielsen
Ólafur Örn Nielsen

Ólafur segir að allt ferlið hafi tekið um vikutíma, en þar af var sendingartíminn þrír dagar. Um er að ræða Continental-vetrardekk undir 19“ borgarjeppa.

Venjan er hátt verð en svo afsláttur

Tekur Ólafur fram að vitanlega sé hægt að óska eftir afslætti hér á landi og venjulega fæst einhver slíkur. Honum finnist aftur á móti skrítið að íslensk verslun birti ekki það verð sem vörur séu í raun seldar á. „Normið er að birta hátt verð en svo er alltaf einhver afsláttur,“ segir Ólafur. Hann tekur þó fram að þrátt fyrir nokkur tilboð sem hann hafi fengið hafi verðið í vefversluninni alltaf verið mun lægra.

Þá skal það einnig tekið fram að hægt er að fá mörg mismunandi dekk, undir mismunandi stærðir bíla og getur verið talsverður munur þar á. Dekkjaumgangur undir lítinn fólksbíl er þannig mun ódýrari og líklegt að sparnaðurinn við að kaupa erlendis frá verði þar með minni eða enginn vegna flutningskostnaðar og tollafgreiðslugjalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »

Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

07:57 Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra. Meira »

Unnið að því að manna sendinefnd

07:37 Alþingi vinnur nú að því að finna fulltrúa til þess að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Reglan er núna sú að fjórir eða fimm alþingismenn sitja þingið fyrir Íslands hönd. Meira »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann, sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa, á slysadeild Landspítalans. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Lögregla lokaði skemmtistað

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjúleytið. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...