Grunaður um að áreita ungar stúlkur

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag karlmann á fimmtudagsaldri sem grunaður er um að áreita ungar stúlkur og birta myndir af þeim á netinu. Í fréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að stúlkurnar væru sýndar í kynferðislegum tilgangi og hann væri jafnframt grunaður um vörslu á barnaklámi og blygðunarsemisbrot.

Mbl.is fékk staðfest hjá lögreglunni að maðurinn yrði í haldi yfir nótt og að hann yrði yfirheyrður nánar á morgun.

Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að nokkrar kærur lægju fyrir gegn manninum vegna kynferðislegrar áreitni og blygðunarsemisbrota. Maðurinn sé þar að auki grunaður um að hafa haldið úti vefsíðu með tugum mynda af stúlkum undir lögaldri sem hann sagðist gera út í fylgdarþjónustu. Ef ýtt væri á mynd af stúlku opnaðist nýr gluggi sem innihélt gróft klám. Síðunni hafi nú verið lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert