Ráðherrakrafan gildi eingöngu um Pírata

Almennur félagsfundur Pírata vill atkvæði um að breyta stefnu flokksins …
Almennur félagsfundur Pírata vill atkvæði um að breyta stefnu flokksins varðandi ráðherrasetu þingmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt var samhljóða á almennum félagsfundi Pírata nú í kvöld að setja tillögu um að breyta stefnu flokksins varðandi þingsetu ráðherra í hraðmeðferð í rafrænu atkvæðagreiðslukerfi flokksins að því er RÚV greinir frá. 

Samkvæmt núverandi stefnu Pírata tekur flokkurinn ekki þátt í ríkisstjórnarsamstarfi, nema allir ráðherrar við ríkisstjórnarborðið gegni ekki þingmennsku á sama tíma.  

Breytingartillaga er sögð snúa að því að þessi krafa muni eingöngu gilda um Pírata sjálfa, en hún verði felld niður gagnvart fyrirhuguðum samstarfsflokkum í ríkisstjórn. RÚV segir atkvæðagreiðsluna að öllum líkindum hefjast í fyrramálið og niðurstaða eigi að liggja fyrir sólarhring síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka