Þing komi saman 6. desember

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því að Alþingi komi saman 6. desember og að lagt verði fram fjárlagafrumvarp vegna næsta árs. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is eftir ríkisstjórnarfund í morgun þar sem málið var tekið fyrir.

„Það er verið að horfa á sjötta desember núna,“ sagði Bjarni. Spurður hvort reynt yrði að ná samstöðu um fjárlagafrumvarpið með stjórnarandstöðunni segir hann: 

„Þetta frumvarp verður, ef ekki verður búið að mynda nýja ríkisstjórn, af starfsstjórn og það ber þess merki að vera fyrst og fremst byggt á fjármálaáætluninni og ákvörðunum sem hafa verið teknar með lögum í millitíðinni. En pólitískar áherslur er ekki að finna umfram það sem þegar hefur verið ákveðið. Það er augljóst að við verðum að ná góðu samkomulagi í þinginu hvernig málsmeðferðin verður með samtali á milli flokkanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka