Styrkja Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra

Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM.
Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM. Ljósmynd/aðsend

Fimm krónur af eldsneytislítranum hjá Olís og ÓB renna til Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) í dag 2. desember. Olíuverzlun Íslands hf. stendur að þessu verkefni sem nefnist Gefum & gleðjum. 

„Allur ágóði úr verkefninu mun renna til fjármögnunar á orlofshúsi okkar á Akureyri sem er vel á veg komið. Íbúðin mun vera aðgengileg öllum og vera með helstu hjálpartækjum sem erfitt getur verið að taka með sér í fríið. Það að komast í frí með fjölskyldu og vinum er ekki alltaf einfalt sökum aðgengis en með tilkomu þessarar íbúðar mun opnast góður möguleiki á góðu sumarleyfi fyrir okkar félagsfólk og aðra sem notast við hjólastóla,” segir Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM, í fréttatilkynningu.

98% félagsmanna í SEM er háður hjólastólum, allt frá litlum handknúnum til stórra rafmagnsstóla með allskyns aukabúnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert