Hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum lokið

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði var nýlega lokið, með lagningu ljósleiðara …
Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði var nýlega lokið, með lagningu ljósleiðara frá Hrútafjarðarbotni til Ísafjarðar

Hringtengingu ljósleiðara um Vestfirði var nýlega lokið, með lagningu ljósleiðara frá Hrútafjarðarbotni til Ísafjarðar. „Um er að ræða verulega styrkingu innviða á Vestfjörðum,“ að því er segir í fréttatilkynningu. Með þessu hafi orkuöryggi á svæðinu aukist til muna á svæðinu og fjarskipti eflst mjög, sem „auki öryggi íbúa og vegfarenda með stórbættu fjarskiptasambandi.“

Þá var einnig lagður þriggja fasa rafmagnsstrengur í jörð um 130 km leið á sama tíma, sem hefur mikla þýðingu fyrir atvinnulíf á svæðinu.

Að verkinu stóðu Fjarskiptasjóður, Orkubú Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Míla og Öryggisfjarskipti, sem er fyrirtæki í eigu ríkisins og Neyðarlínunnar.

Ljósleiðari var lagður um suðvesturhorn Vestfjarða til Ísafjarðar fyrir aldarfjórðungi, en varaleiðin hefur til þessa verið um örbylgjur. Nýi ljósleiðarinn er 96 þráða og er því margfalt öflugri en sá eldri.

Fjallað verður um áhrifin af þessum framkvæmdum á málþingi í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði í dag milli  kl. 13 og 15 undir yfirskriftinni „Stillum saman strengina“. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarkaupstaðar, verður fundarstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert