Færeyjar horfa til aflamarksins

Uppboðsleiðin virkaði hvorki í Rússlandi né Eistlandi.
Uppboðsleiðin virkaði hvorki í Rússlandi né Eistlandi. mbl.is/Börkur Kjartansson

Fyrir nokkru kom út skýrsla í Færeyjum, sem unnin var af níu manna nefnd skipaðri af sjávarútvegsráðherra færeysku ríkisstjórnarinnar.

Skýrslan, sem ber yfirskriftina „Ein Nýggj og varðandi fiskvinnuskipan fyri Føroyar“, hefur verið dregin saman af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og gefin út á íslensku. Í skýrslunni er vikið að ýmsum þáttum í fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga og vandamálum sem greinin stendur frammi fyrir, auk þess sem tilraunir Færeyinga með uppboð, á afmörkuðum hluta aflaheimilda í uppsjávartegundum og botnfiski í Barentshafi, eru til umræðu.

„Færeyingar eru að skoða fiskveiðistjórnunarkerfi sitt, sóknardagakerfi, sem er hvorki skilvirkt né arðbært. Í þeirri vinnu hafa þeir m.a. horft til Íslands og aflamarkskerfisins,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert