Hrafn GK á reki norðaustur af Grímsey

Siglufjörður. Mynd úr safni. Verið að bíða eftir öðru skipi …
Siglufjörður. Mynd úr safni. Verið að bíða eftir öðru skipi frá útgerðinni til að draga Hrafn til Siglufjarðar þar sem kafari bíður til að skera línuna úr skrúfunni. mbl.is/ Sigurður Bogi Sævarsson

Línubáturinn Hrafn GK 111 frá útgerðinni Þorbirni í Grindavík fékk línuna í skrúfuna og hefur verið á reki síðan um sjöleytið í morgun.

Skipið er nú á reki norðaustur af Grímsey og er verið að bíða eftir öðru skipi frá útgerðinni til að draga Hrafn til Siglufjarðar þar sem kafari bíður til að skera línuna úr skrúfunni.

Að sögn starfsmanna á hafnarvoginni á Siglufirði er gert ráð fyrir að skipið Tómas GK 10 verði komið til Hrafns skömmu eftir hádegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert