„Eldað Réttó“ fyrir Mæðrastyrksnefnd

Nemendur við Réttarholtsskóla ásamt matráði skólans ætla að selja matarskammta …
Nemendur við Réttarholtsskóla ásamt matráði skólans ætla að selja matarskammta til að létta á eldhússtörfum í jólaösinni. mbl.is/Árni Sæberg

Nemendur í Réttarholtsskóla og matráður skólans ætla núna í þrjá daga í desember að útbúa kvöldverðarpakka sem foreldrum barna og þeirra sem tengjast nemendum býðst að kaupa. Rennur allur ágóði verkefnisins til Mæðrastyrksnefndar, en birgjar skólans hafa styrkt verkefnið með að gefa hráefni. Meðal þess sem verður boðið upp á er pottréttur, fiskiréttur og suður-amerískur kjúklingaréttur.

Fram kemur á Facebook-síðu verkefnisins að forvígismaður þess sé Theódór Gunnar Smith matráður, en hann mun ásamt völdum nemendum útbúa kvöldverðapakkana. Tveir réttanna verða foreldaðir og einn réttinn þarf aðeins að setja í ofn í 15 mínútur. 

Verð á hverjum kvöldverðapakka er 3.000 krónur, en auk þess er hægt að kaupa meðlæti fyrir 1.000 krónur. Er hver skammtur fyrir 4-5 manns.

Fram kemur á síðunni að með þessu geti fjölskyldur létt á matarpælingum sínum í jólaösinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert