Lögreglan deildi mynd af nærbuxum

Tæknideild lögreglunnar að störfum. En hvers vegna er verið að …
Tæknideild lögreglunnar að störfum. En hvers vegna er verið að mynda brók? Skjáskot af Instagram

„Tæknideild að störfum. CSI Reykjavík,“ stóð við mynd sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi á Instagram í gær. Á myndinni mátti sjá mann taka mynd af nærbuxum sem lágu á borði rannsóknarstofu.

Um þrjú þúsund manns hafa lækað myndina en margar spurningar vöknuðu og voru settar fram í athugasemdarkerfinu undir myndinni.

„Mjög óviðeigandi mynd,“ skrifaði ein kona. „Get ekki ímyndað mér hversu ömurleg tilfinning það væri að vera nauðgað og sjá svo að lögreglan hefði póstað mynd af nærfötunum mínum á insta.“

Konan óskaði einnig svara hjá lögreglunni varðandi myndbirtinguna. Lögreglan brást skjótt við og svaraði: „Til að fyrirbyggja allan misskilning þá er þetta ekki sönnunargagn úr kynferðisbrotamáli.“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með 167 þúsund fylgjendur á Instagram. Á miðlinum eru birtar myndir úr starfi lögreglunnar og fá flestar þeirra mikil og góð viðbrögð.

🇮🇸Tæknideild að störfum 🇬🇧🇺🇸CSI Reykjavik #tæknideild #rannsókn #CSI

A photo posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (@logreglan) on Dec 7, 2016 at 5:23am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert