„Loksins getum við opnað“

Eflaust ætla margir að skella á skíði í næstu viku.
Eflaust ætla margir að skella á skíði í næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skíðaunnendur sunnan heiða geta loksins tekið gleði sína en stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum í næstu viku.

Snjór féll á höfuðborgarsvæðinu í nótt en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, sagði í samtali við mbl.is að einhverjar lyftur yrðu opnaðar í næstu viku. Þeir dagar sem eftir væru fram að jólum færu í undirbúning.

„Loksins getum við opnað,“ sagði Einar en snjórinn er ekki mikill í fjallinu eins og er. „Við ætlum að opna í næstu viku, jafnvel þó það verði bara ein barnalyfta.“

Starfsfólk á svæðinu er bjartsýnt á að snjórinn verði nógu mikill til að hægt verði að opna. Eins og staðan er núna er stefnt á að hafa opið 26. desember frá 11-16 og 14-21 27.-30. desember. Hægt er að fylgjast með framvindu mála á heimasíðu skíðasvæðanna.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert