Vilja svar við nýju tilboði í dag

Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara.
Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara. mbl.is/Árni Sæberg

Fé­lag kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um lagði fram tilboð að skammtímasamningi á stuttum fundi hjá ríkissáttasemjara og Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í gær í kjaradeilu félagsins. Að sögn Sigrúnar Grendal, formanns Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um, var óskað eftir því að þessu tilboði yrði svarað fyrir hádegi í dag. 

Samn­ing­ar við fé­lagið hafa verið laus­ir frá 1. nóv­em­ber 2015. Árangurslaus fundur var í kjaradeilunni á mánudaginn síðastliðinn en fyrir helgina eða 15. desember lagið Samband íslenskra sveitarfélaga fram nýtt tilboð. 

Að sögn Sigrúnar hafi það tilboð í raun ekki verið nýtt. Hún segir að í kjaradeilunni hafi sama tilboðið verið lagt fram fjórum sinnum. Hún segir að eina breytingin á samningnum sem var lagður fram síðast varði stöðu kennara innan félagsins. Að öðru leyti sé samningur við stjórnendur og millistjórnendur í tónlistarskólum óbreyttur. „Við erum bjartsýn að eðlisfari og litum svo á að þetta gagntilboð okkar sé til marks um samningsvilja,” segir Sigrún.   

„Verkföll eru liðin tíð fyrir litla hópa og það sást í verkfalli tónlistarkennara árið 2014. Það er ekki lengur inn í myndinni,“ segir hún, spurð hvort tónlistarkennarar íhugi verkfall. 

Frétt mbl.is: Árang­urs­laus fund­ur í kjara­deilu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert