Katrínu eða Óttari að kenna?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Mér finnst eins og mörgum öðrum nokkuð erfitt að horfast í augu við að það verði hér ríkisstjórn mjög langt til hægri. Það er samt ómaklegt að kenna einum manni þar um,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar til Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, en Óttarr hefur fengið á sig talsverða gagnrýni að undanförnu af vinstrivæng stjórnmálanna vegna stjórnarmyndunarviðræðna hans við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.

„Kjósendur gáfu þeim flokkum sem vilja fara í grundvallarbreytingar ekki meirihluta, það er staðreynd og ekki hægt að horfa fram hjá því. Óttarr Proppé lagði sig mjög mikið fram við að reyna að koma á fimm flokka ríkisstjórnarsamstarfi þegar Píratar voru með umboðið. Það var flokkur sem vill ekki grundvallarbreytingar sem gat ekki hugsað sér að halda áfram með þessar samræður, ekki BF,“ segir Birgitta ennfremur og vísar þar til Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG.
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG. mbl.is/Rósa Braga

„Steingrímur [J. Sigfússon, þingmaður VG,] var reyndar mun tilbúnari til að finna sáttaleið en við áttum von á. Það var Katrín [Jakobsdóttir, formaður VG,] sem tók þessa ákvörðun í stað þess að láta reyna á lokahnykkinn í viðræðunum,“ segir Birgitta síðan áfram í umræðum um stöðufærsluna og bætir við: „Það að standa vörð um sama sjávarútvegskerfið er ekki beint eitthvað sem ég myndi klappa einhverjum á bakið fyrir. VG hefði náð í gegn mjög mikið af sínum helstu málefnum sem þau lögðu áherslu á í aðdraganda kosninga.“

„Nóg að nota innihaldslausa frasa“

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG, blandar sér í umræðuna og segir: „Óttalega finnst mér þetta nú billegt hjá þér Birgitta Jónsdóttir.“ Á öðrum stað í umræðunni segir Álfheiður: „Ekki gleyma því gott fólk fyrir hvað Vinstri-græn standa - til hvers hreyfingin var kosin á þing. Katrín Jakobsdóttir er ein af fáum foringjum í stjórnmálastétt sem ekki skipti um stefnu eftir kosningar til þess eins að fara í ríkisstjórn. Og það kunnum við kjósendur VG að meta.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, sér einnig ástæðu til að blanda sér í umræðuna og beinir orðum sínum líkt og Álfheiður að Birgittu: „Þetta var skrýtið skot, mín kæra, og ég skil ekki alveg hvað býr að baki. En það er allt í lagi, ég er löngu hættur að þurfa að skilja allt. Ég skil þó að í dag er pólitíkin þannig að það er nóg að nota innihaldslausa frasa eins og kerfisbreytingar eða grundvallarbreytingar og þá þarf maður ekkert að rökstyðja mál sitt frekar.“

Fleiri taka þátt í umræðunni og þar á meðal Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og frambjóðandi Pírata fyrir síðustu þingkosningar. „Þessi hægri stjórn, langt, langt, langt til hægri er í boði Vinstri-grænna og þá sérstaklega Katrínar Jakobsdóttur. Það var meira að segja hálendisþjóðgarður í boði en VG sagði nei. Vinstri hvað? Grænt hvað? Megi þetta duglausa eiginhagsmunalið fara sömu leið og Samfylkingin í næstu kosningum.“

Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður.
Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Tilnefndar til Ísnálarninnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »

Uppfylla ekki lagaskyldu

05:30 „Það er grafalvarlegt mál að sveitarfélög skuli ekki fara eftir lögum og skuli ekki skipuleggja sig og skila inn brunavarnaáætlunum,“ segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Meira »

Lokaður ofn en lykt hrellir íbúa

05:30 Ofn United Silicon, kísilverksmiðjunnar í Helguvík, er tilbúinn til gangsetningar á ný eftir lokun frá því á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur ofninn ekki verið gangsettur. Meira »

Ekki mokað aftur í göngin

05:30 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng. Meira »

824 bíða stúdentaíbúða

05:30 824 umsækjendur fá ekki inni á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Háskóla Íslands eftir úthlutun í haust.  Meira »

Nýtt hljóðmælingakerfi komið upp

05:30 Isavia hefur tekið í gagnið nýtt gagnvirkt hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll sem er opið öllum í gegnum vef fyrirtækisins. Meira »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 05.2008. Ekinn 84 þús. 5 gíra. Eyðslugrann...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...