Katrínu eða Óttari að kenna?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Mér finnst eins og mörgum öðrum nokkuð erfitt að horfast í augu við að það verði hér ríkisstjórn mjög langt til hægri. Það er samt ómaklegt að kenna einum manni þar um,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar til Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, en Óttarr hefur fengið á sig talsverða gagnrýni að undanförnu af vinstrivæng stjórnmálanna vegna stjórnarmyndunarviðræðna hans við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.

„Kjósendur gáfu þeim flokkum sem vilja fara í grundvallarbreytingar ekki meirihluta, það er staðreynd og ekki hægt að horfa fram hjá því. Óttarr Proppé lagði sig mjög mikið fram við að reyna að koma á fimm flokka ríkisstjórnarsamstarfi þegar Píratar voru með umboðið. Það var flokkur sem vill ekki grundvallarbreytingar sem gat ekki hugsað sér að halda áfram með þessar samræður, ekki BF,“ segir Birgitta ennfremur og vísar þar til Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG.
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG. mbl.is/Rósa Braga

„Steingrímur [J. Sigfússon, þingmaður VG,] var reyndar mun tilbúnari til að finna sáttaleið en við áttum von á. Það var Katrín [Jakobsdóttir, formaður VG,] sem tók þessa ákvörðun í stað þess að láta reyna á lokahnykkinn í viðræðunum,“ segir Birgitta síðan áfram í umræðum um stöðufærsluna og bætir við: „Það að standa vörð um sama sjávarútvegskerfið er ekki beint eitthvað sem ég myndi klappa einhverjum á bakið fyrir. VG hefði náð í gegn mjög mikið af sínum helstu málefnum sem þau lögðu áherslu á í aðdraganda kosninga.“

„Nóg að nota innihaldslausa frasa“

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG, blandar sér í umræðuna og segir: „Óttalega finnst mér þetta nú billegt hjá þér Birgitta Jónsdóttir.“ Á öðrum stað í umræðunni segir Álfheiður: „Ekki gleyma því gott fólk fyrir hvað Vinstri-græn standa - til hvers hreyfingin var kosin á þing. Katrín Jakobsdóttir er ein af fáum foringjum í stjórnmálastétt sem ekki skipti um stefnu eftir kosningar til þess eins að fara í ríkisstjórn. Og það kunnum við kjósendur VG að meta.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, sér einnig ástæðu til að blanda sér í umræðuna og beinir orðum sínum líkt og Álfheiður að Birgittu: „Þetta var skrýtið skot, mín kæra, og ég skil ekki alveg hvað býr að baki. En það er allt í lagi, ég er löngu hættur að þurfa að skilja allt. Ég skil þó að í dag er pólitíkin þannig að það er nóg að nota innihaldslausa frasa eins og kerfisbreytingar eða grundvallarbreytingar og þá þarf maður ekkert að rökstyðja mál sitt frekar.“

Fleiri taka þátt í umræðunni og þar á meðal Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og frambjóðandi Pírata fyrir síðustu þingkosningar. „Þessi hægri stjórn, langt, langt, langt til hægri er í boði Vinstri-grænna og þá sérstaklega Katrínar Jakobsdóttur. Það var meira að segja hálendisþjóðgarður í boði en VG sagði nei. Vinstri hvað? Grænt hvað? Megi þetta duglausa eiginhagsmunalið fara sömu leið og Samfylkingin í næstu kosningum.“

Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður.
Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Fundaði með Paul Ryan

17:13 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, fundaði í dag með Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu, m.a. þingmannasamskipti. Meira »

Ráðgátan um dularfulla saumaborðið

17:07 Í Góða Hirðinum finnast margir áhugaverðir, jafnvel sögulegir, hlutir. Að þessu komst Matthildur Þórarinsdóttir þegar í hana hringdi kona í síðustu viku og sagðist hafa fundið hjónavígsluvottorð afa og ömmu eiginmanns hennar. Málið átti eftir að verða allt hið dularfyllsta. Meira »

Kap VE komið til Suður-Kóreu

16:33 Kap VE, áður skip Vinnslustöðvarinnar, kom til Busan í Suður-Kóreu um helgina, eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum. Skipið verður gert út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Okhotsk-hafi úti fyrir Kamtsjatka-skaga. Meira »

Húsráðendur slökktu eldinn

15:37 Eldur kom upp við eldamennski í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hálfþrjúleitið í dag. Húsráðendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði en töluverður reykur var í íbúðinni sem þurfti að reykræsta. Meira »

Mosaviðgerðir heppnuðust mjög vel

15:30 Viðgerðir á skemmdarverkum í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli lauk núna í vikunni og lítur út fyrir að þær hafi tekist mjög vel. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fór fyrir átta manna hóp sem fór til að laga skemmdirnar. Meira »

Umsókn skoðuð á grundvelli nýrra upplýsinga

15:14 Útlendingastofnun staðfestir að mál Bala Kamallakharan, sem synjað var um ríkisborgararétt, sé í skoðun. Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á umsögn frá lögreglu og í tilfelli Bala er nú til skoðunar hvort umsögnin byggi á réttum upplýsingum. Meira »

„Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar“

14:45 „Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar, vegna þess að spjótin hafa beinst að henni. Hún gerir það til að tryggja faglega úttekt,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hefur tekið við hluverki talskonu Stígamóta eftir að Guðrún Jónsdóttir steig til hliðar fyrr í dag. Meira »

Starfsmönnum fækkað jafn og þétt

14:50 Hjá Ríkisútvarpinu eru 258 stöðugildi og eru í þeirri tölu þeir sem eru í fullu starfi og þeir sem eru í hlutastarfi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um verktakavinnu hjá stofnuninni. Meira »

Ónýtur eftir harðan árekstur

14:43 Þrír voru fluttir á heilsugæslustöð eftir harða aftanákeyrslu á Snæfellsnesi nú skömmu eftir hádegi. Annar bílanna tveggja er talinn gjörónýtur eftir áreksturinn. Meira »

Æfðu viðbrögð við sprengjuhótun

14:41 Farþegaskipum er skylt að halda æfingar einu sinni í viku þar sem æfð eru viðbrögð við eldsvoða og skipið yfirgefið. Einnig þarf að æfa viðbrögð við því ef sprengjuhótun berst skipunum eða önnur ógn steðjar að þeim. Meira »

Afleit ráðstöfun fyrir flugmenn

14:35 „Að flugmenn komi til starfa hjá flugfélögum í gegnum áhafnaleigur verður sífellt algengara.“ Þannig hefst pistill Örnólfs Jónssonar, flugstjóra og formanns Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (FÍA) í fréttablaði félagsins. Meira »

Flateyringar safna fyrir Grænland

14:29 Björgunarsveitin Sæbjörg hefur efnt til söfnunar á meðal Flateyringar vegna hamfaranna í Grænlandi. Flateyringar vilja með því endurgjalda þann stuðning sem Grænlendingar sýndu þeim í kjölfar snjóflóðsins árið 1995. Meira »

Gerð úttekt á starfsumhverfi Stígamóta

14:13 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta mun stíga til hliðar á meðan athugun fer fram á vinnumhverfi samtakanna. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna. Meira »

160% fjölgun ferðafyrirtækja á áratug

14:06 Fyrirtækjum í ferðaþjónustu hefur fjölgað gífurlega mikið á síðustu tíu árum og eru nú um 3.500 fyrirtæki sem sjá um gistiþjónustu, afþreyingu tengda ferðaþjónustu, rútuþjónustu, bílaleigu og sem starfa sem ferðaskrifstofur. Meira »

Smáríkjafundur WHO verður á Íslandi

13:34 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur þegið boð íslenskra stjórnvalda um að halda fund smáríkja um heilbrigðismál á Íslandi að ári. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra kynnti boð þessa efnis á árlegum fundi smáríkjanna sem lauk á Möltu í gær. Meira »

Vinna að því að útvíkka jafnréttið

14:11 Vinna er í gangi í velferðaráðuneytinu við að útvíkka jafnréttishugtakið og falla málefni transfólks og intersex-einstaklinga undir þá vinnu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur, varaþingmanni Pírata, um málefni fólks með ódæmigerð kyneinkenni. Meira »

Skráðu sig óvart úr prófinu

13:43 Ýmsir tæknilegir erfiðleikar komu upp við samræmd próf 4. og 7. bekkjar í fyrra. Var það í fyrsta sinn sem prófin voru lögð fyrir á rafrænu formi samhliða því sem próftíminn var styttur. Meira »

Bregðast við offitu barna

12:08 Árlegum fundi smáþjóða um heilbrigðismál á Möltu lauk í dag þar sem meðal annars var undirrituð sameiginleg yfirlýsing þjóðanna um að sporna megi við vaxandi offitu barna með fjölbreyttum aðferðum og stuðla þar með að bættum uppvaxtarskilyrðum. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði eða nágrenni.
Húsnæði óskast í júlí og ágúst í Hafnarfirði eða nágrenni, 3 svefnherbergi Vin...
Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 30.05.2008. Ekinn 84 þús. Vél 2.2, 5 gíra,...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Söluturn til sölu góður söluturn og sp
Til sölu
Söluturn Til sölu góður söluturn og ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...