Katrínu eða Óttari að kenna?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Mér finnst eins og mörgum öðrum nokkuð erfitt að horfast í augu við að það verði hér ríkisstjórn mjög langt til hægri. Það er samt ómaklegt að kenna einum manni þar um,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni þar sem hún vísar til Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, en Óttarr hefur fengið á sig talsverða gagnrýni að undanförnu af vinstrivæng stjórnmálanna vegna stjórnarmyndunarviðræðna hans við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn.

„Kjósendur gáfu þeim flokkum sem vilja fara í grundvallarbreytingar ekki meirihluta, það er staðreynd og ekki hægt að horfa fram hjá því. Óttarr Proppé lagði sig mjög mikið fram við að reyna að koma á fimm flokka ríkisstjórnarsamstarfi þegar Píratar voru með umboðið. Það var flokkur sem vill ekki grundvallarbreytingar sem gat ekki hugsað sér að halda áfram með þessar samræður, ekki BF,“ segir Birgitta ennfremur og vísar þar til Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG.
Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG. mbl.is/Rósa Braga

„Steingrímur [J. Sigfússon, þingmaður VG,] var reyndar mun tilbúnari til að finna sáttaleið en við áttum von á. Það var Katrín [Jakobsdóttir, formaður VG,] sem tók þessa ákvörðun í stað þess að láta reyna á lokahnykkinn í viðræðunum,“ segir Birgitta síðan áfram í umræðum um stöðufærsluna og bætir við: „Það að standa vörð um sama sjávarútvegskerfið er ekki beint eitthvað sem ég myndi klappa einhverjum á bakið fyrir. VG hefði náð í gegn mjög mikið af sínum helstu málefnum sem þau lögðu áherslu á í aðdraganda kosninga.“

„Nóg að nota innihaldslausa frasa“

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG, blandar sér í umræðuna og segir: „Óttalega finnst mér þetta nú billegt hjá þér Birgitta Jónsdóttir.“ Á öðrum stað í umræðunni segir Álfheiður: „Ekki gleyma því gott fólk fyrir hvað Vinstri-græn standa - til hvers hreyfingin var kosin á þing. Katrín Jakobsdóttir er ein af fáum foringjum í stjórnmálastétt sem ekki skipti um stefnu eftir kosningar til þess eins að fara í ríkisstjórn. Og það kunnum við kjósendur VG að meta.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. mbl.is/Árni Sæberg

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, sér einnig ástæðu til að blanda sér í umræðuna og beinir orðum sínum líkt og Álfheiður að Birgittu: „Þetta var skrýtið skot, mín kæra, og ég skil ekki alveg hvað býr að baki. En það er allt í lagi, ég er löngu hættur að þurfa að skilja allt. Ég skil þó að í dag er pólitíkin þannig að það er nóg að nota innihaldslausa frasa eins og kerfisbreytingar eða grundvallarbreytingar og þá þarf maður ekkert að rökstyðja mál sitt frekar.“

Fleiri taka þátt í umræðunni og þar á meðal Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar og frambjóðandi Pírata fyrir síðustu þingkosningar. „Þessi hægri stjórn, langt, langt, langt til hægri er í boði Vinstri-grænna og þá sérstaklega Katrínar Jakobsdóttur. Það var meira að segja hálendisþjóðgarður í boði en VG sagði nei. Vinstri hvað? Grænt hvað? Megi þetta duglausa eiginhagsmunalið fara sömu leið og Samfylkingin í næstu kosningum.“

Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður.
Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Erum á Íslandi, ekki banana­lýðveldi

14:21 Nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, segir nýtt starf leggjast vel í sig. „Ég er bara bjartsýn og full af baráttuhug. Nú langar mig bara að fara að beita mér fyrir þann þjóðfélagshóp sem ég tilheyri,“ segir Þuríður. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Haustútsala
HAUSTÚTSALA alls konar nærfatnaður á 30% afslætti Laugavegi 178, sími 551 3366. ...
Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman. Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var óg...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...