Íslendingar hætti að kaupa vörur frá Kína

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það hvílir á okkur auðvitað sú skylda, okkar fámennu stétt veðurfræðinga á Íslandi, að reyna að upplýsa og halda upplýsingum að fólki,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í samtali við mbl.is. Í veðurfréttatíma Rúv í gær hvatti Einar Íslendinga til að sniðganga vörur frá Kína og þannig leggja sitt af mörkum til lofslagsmála og hafa ummælin vakið nokkra athygli.

Í fréttatímanum varpaði Einar upp línuriti með hitatölum frá bresku veðurstofunni sem sýndu að hiti á jörðinni hafi aldrei verið jafn hár og árið 2016, eða allt frá því við upphaf mælinga um 1850. „Þarna eru gróðurhúsaáhrif af mannavöldum sem eiga þarna stærstan þáttinn, þá er alltaf spurning um það hvað getum við gert?,“ sagði Einar í fréttatímanum, áður en hann lagði það til að hægt væri til dæmis að sniðganga vörur frá Kína.

Í samtali við mbl.is segir Einar að uppsprettan hafi verið frétt sem birtist á mbl.is á gamlársdag um kolanotkun Kínverja sem vakti hann til umhugsunar og línuritið sem hann rak augun í á Twitter. „Sem veðurfræðingur hef ég ekkert minni áhyggjur en margir aðrir af hækkun hitastigs jarðar og áhrif þess á umhverfi okkar, náttúrufar og lífsafkomu okkar jarðarbúa,“ útskýrir Einar. 

Jákvætt að skapa umræðu um loftslagsmál

Hann segist hafa fengið einhverja tölvupósta og símhringingar eftir að hann lét ummælin falla og telur jákvætt að skapast hafi umræður í kjölfarið. „Það er fínt að fá umræðu um þessa hluti og ekki síst vegna þess að með gjörðum okkar, það sem við gerum dags daglega, þá erum við að leggja okkar litlu lóð á vogarskálar loftslagsmálanna.“ 

Það sé margt sem almenningur getur gert í sínu daglega lífi til að leggja sitt af mörkum og þar á meðal séu vöruinnkaup. „Það er ekki bara hvort að við flokkum sorp eða hvort við keyrum um á jeppa eða ekki. Það er svo margt í okkar daglega lífi sem að hefur þarna áhrif, margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Einar.

Einar segir ekki síður mikilvægt að veðurfræðingar segi frá því sem er að gerast í umræðu meðal vísindamanna úti í heimi og reyna að miðla því áfram á skiljanlegan hátt til almennings á skiljanlegan hátt. „Og það teljum við okkur nú vera að gera og reyna að gera en eflaust mætti maður gera meira af því,“ segir Einar að lokum. 

mbl.is

Innlent »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Íslenskur lax fjarskyldur Evrópulaxi

07:57 Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantshafslax. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin

06:28 Isavia kyrrsetti skömmu fyrir miðnætti flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum og eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

06:19 Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til. Bílinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum. Meira »

Mikil rigning á Austfjörðum

06:10 Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Meira »

Skoða afstöðu til gjaldtöku

05:30 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Meira »

Óheimilt að skerða bætur

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að skerða tekjutengd bótaréttindi ellilífeyrisþega á Íslandi vegna erlendra lífeyrissjóðsgreiðslna. Meira »

Girða fyrir svigrúm til skattalækkana

05:30 Verði kosningaloforð stjórnmálaflokkanna að veruleika verður lítið svigrúm fyrir skattalækkanir næstu ár.   Meira »

Tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík

05:30 Stefnt er að því að ylstrandir verði búnar til við Gufunes og við Skarfaklett. Tillaga borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur um að kanna möguleika á því að nýta heitt umframvatn til þess var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Eykur áhættu í hagkerfinu

05:30 Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins. Meira »

Suðurnesin skilin eftir í framlögum

05:30 Fjárveitingar ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en það sem þekkist í öðrum landshlutum. Þetta er meðal þess sem rætt var á opnum fundi á vegum Reykjanesbæjar í Safnahúsinu í gærkvöldi. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn kostar mestu til

05:30 „Við erum að áætla að kosningarbaráttan geti kostað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu 30 til 35 milljónir króna í heild, en það hvernig þessi útgjöld skiptast er ekki komið á hreint enn og því ótímabært að tala um það,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...