Slegið á 620 þúsund fyrir Fjölskylduhjálp

Snorri, til vinstri, ásamt Hafliða Breiðfjörð, framkvæmdastjóra Fótbolta.net, og Tolla.
Snorri, til vinstri, ásamt Hafliða Breiðfjörð, framkvæmdastjóra Fótbolta.net, og Tolla. Ljósmynd/Fjölskylduhjálp Íslands

Málverk eftir listamanninn Tolla, sem sett var á uppboð til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands, seldist á 620 þúsund krónur. Að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum átti Snorri Sigurfinnsson, fasteignasali hjá fasteignasölunni Bæ, hæsta boðið.

Öll upphæðin rennur til samtakanna, en uppboðið var á vegum vefsíðunnar Fótbolti.net.

„Það er mjög ánægjulegt þegar framtak sem þetta er sett í gang og erum við hjá Fjölskylduhjálp Íslands mjög þakklát fyrir þennan rausnarlega stuðning, að upphæð 620.000, frá Tolla sem gaf myndina fyrir uppboðið, og Hafliða Breiðfjörð, framkvæmdastjóra Fótbolta.net, sem sá um alla framkvæmd uppboðsins,“ segir í tilkynningunni.

Að lokum er þakkað innilega fyrir stuðninginn, sem sagður er koma sér ákaflega vel.

Málverkið.
Málverkið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert