Allt að 810 milljarðar á aflandssvæðum

Frá höfuðborg Panama, þar sem lögfræðistofan Mossack Fonseca hefur haft ...
Frá höfuðborg Panama, þar sem lögfræðistofan Mossack Fonseca hefur haft aðsetur.

Í árslok 2015 var uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum á bilinu 350 til 810 milljarðar króna, frá árinu 1990. Mögulegt tekjutap hins opinbera, vegna vantalinna eigna, getur þá numið allt að 6,5 milljörðum króna árlega, miðað við gildandi tekjuskattslög.

Þetta er áætlað í niðurstöðum starfshóps fjármálaráðuneytisins, um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera.

Meginniðurstaða hópsins er að uppsafnað fjármagn á aflandssvæðum, vegna ólögmætrar milliverðlagningar í vöruviðskiptum yfir tímabilið 1990-2015, geti verið á bilinu 140-160 milljarðar króna.

Ekki hægt að meta lystisnekkjur og skíðaskála

Í skýrslu starfshópsins er gerður sá fyrirvari að með henni sé aðeins gerð tilraun til að meta svokallaðar fjármálalegar eignir, þ.e. bankainnstæður og verðbréf af ýmsum gerðum. Það feli í sér ákveðið vanmat, því ekki sé ólíklegt að einhver verðmæti séu bundin í peningaseðlum, listaverkum, gullstöngum, lystisnekkjum og skíðaskálum, eins og við eigi hjá öðrum þjóðum.

Matið myndi ugglaust hækka talsvert mikið ef hægt væri að taka þessa þætti með í reikninginn, segir í skýrslunni.

Umfangið á bilinu 350 til 810 milljarðar

Meðal annars var stuðst við upplýsingar um eignir í stýringu erlendis ,sem hafa verið notaðar til þess að áætla umfang aflandseigna, en starfshópurinn telur umfang þeirra geta verið á bilinu 110-350 milljarðar króna.

„Árétta þarf að ekki er hægt að segja til um það hversu stór hluti umfangsins hafi verið gefinn upp til skatts á íslensku skattframtali,“ segir á vef fjármálaráðuneytisins.

Að lokum var lagt mat á óskráðar fjármagnstilfærslur milli landa og þær taldar geta numið á bilinu 100-300 milljarðar króna.

Mögulegt sé hins vegar, að þær fjárhæðir sem um ræðir skarist að einhverju leyti. Að því gefnu að fjárhæðirnar skarist ekki er niðurstaðan sú að alls geti umfangið hafa numið á bilinu 350-810 milljarðar í lok árs 2015, með miðgildi í 580 milljörðum króna.

Þekkt er að aflandsfélög séu notuð til að skjóta fé ...
Þekkt er að aflandsfélög séu notuð til að skjóta fé undan skatti. AFP

Gæti hafa orðið af 2,8 til 6,5 milljörðum króna árlega

Mögulegt tekjutap hins opinbera, af fjármagnstilfærslum og eignaumsýslu á aflandssvæðum, var einnig skoðað. Starfshópurinn studdist við nokkrar aðferðir, mis víðtækar, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Þar á meðal var stuðst við heimtur á fjármagnstekjuskatti á Íslandi samkvæmt gildandi lögum.

„Niðurstöður matsins sýndu að hið opinbera geti orðið af af 2,8-6,5 ma.kr. ár hvert, með miðgildi í 4,6 ma.kr., miðað við framangreindar áætlanir um eignaumsvif og að því gefnu að fjármagn sem talið er vera á aflandssvæðum sé ekki gefið upp til skatts á íslensku skattframtali.“

Send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

Í starfshópnum sátu fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins, Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands og skattrannsóknarstjóra, auk Sigurðar Ingólfssonar, hagfræðings, sem var skipaður formaður hópsins.

Skýrsla starfshópsins hefur verið send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umfjöllunar og þóknanlegrar meðferðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heita laugin Guðlaug á þremur hæðum

15:35 Ístak mun sjá um byggingu nýrrar heitrar laugar við Langasand sem bera mun nafnið Guðlaug. Samningar hafa verið undirritaðir milli Akarnesskaupstaðar og Ístaks um framkvæmdina. Meira »

Eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald

15:28 „Mér finnst ánægjulegt að það hafi náðst niðurstaða á milli ólíkra hagsmunaaðila. Það er ljóst að stefnan er að skapa bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar fiskeldis hér á landi.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Meira »

„Íslensk tunga aldrei í forgangi“

15:13 Eiríkur Rögnvaldsson íslenskuprófessor hefur staðið í bréfaskriftum við Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku hérlendis. Nýjasta dæmið um slíkt er risavaxin auglýsing sem fataverslunin H&M fékk leyfi til að setja upp á Lækjartorgi. Meira »

Segja bætur í sögulegu lágmarki

14:53 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda að láta atvinnuleysisbætur ekki fylgja þróun lægstu launa og krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar til samræmis við lægstu laun. Meira »

100 vantar enn til starfa

14:45 Enn á eftir að ráða fólk til starfa í yfir 100 stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Á tveimur vikum hefur tekist að ráða í 24 stöðugildi af þeim 132 sem ómönnuð voru þá. Eftir standa 108 ómönnuð stöðugildi. Meira »

Óttarr sækist eftir endurkjöri

14:33 Stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð heldur ársfund sinn þann 2. september næstkomandi á Icelandair Hotel Natura í Reykjavík. Þar verður meðal annars kosið um formann og stjórnarformann flokksins. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sækist eftir endurkjöri sem formaður flokksins. Meira »

Fara ekki fram á miklar launahækkanir

14:03 Fyrsti fundur samninganefndar Skurðlæknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins var haldinn í morgun. Kjarasamningur félagsins rennur út 31. ágúst. Meira »

Gjörbreyti möguleikum í Eyjum

14:28 Nýtt spennuvirki verður formlega vígt í Vestmannaeyjum nú klukkan þrjú. HS Veitur og Landsnet stóðu að framkvæmdinni og hefur spennustöðin þegar verið sett af stað. Meira »

Drónar flytja veitingar yfir Elliðaárvog

14:00 Stórt skref verður stigið í framþróun á drónatækni við heimsendingar í dag þegar netverslunin AHA gerist fyrst fyrirtækja á heimsvísu til þess að nota tæknina til vöruflutninga innan borgarmarka. Meira »

Vel nestuð þar til mötuneyti opnar

13:31 Nemendur í Snælandsskóla þurfa að mæta með nesti í skólann fyrir allan daginn fram til 11. september þegar mötuneytið opnar. „Við hljótum að lifa þessa örfáu daga af og taka með nesti. Foreldrar hafa almennt tekið vel í þetta og sýnt þessu skilning,“ segir skólastjóri. Meira »

Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar

13:25 Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar liggur á borði lögreglunnar á Vesturlandi. Það er eina kæran sem lögreglu hefur borist í þremur af helstu laxveiðiumdæmum landsins. Meira »

Unnið á þrískiptum vöktum í Neskaupstað

13:06 Vinnsla á makríl og síld hefur verið samfelld í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað undanfarnar tvær vikur. Unnið hefur verið á þrískiptum vöktum og hafa veiðarnar gengið vel. Meira »

Skólasetningu í Hvassaleiti frestað

12:30 Skólasetningu í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, hefur verið frestað um einn dag vegna veikinda starfsmanna. Meira »

Ríkisstjórnin með 27,2% fylgi

11:30 Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 27,2% í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. Í júlí var ríkisstjórnin með 34,1% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi íslenskra flokka eða 24,5% sem er tæpum 5% minna en í síðustu könnun. Meira »

Kennsla felld niður vegna magakveisu

11:20 Fella þurfti niður kennslu í sex bekkjum á miðstigi í Hörðuvallaskóla í Kópavogi í morgun vegna magakveisu sem geisar á meðal starfsfólks skólans. Meira »

17 ára játaði hnífstunguárás við Metro

12:08 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sautján ára gamall piltur, sem grunaður er um tilraun til manndráps, sæti vistun á viðeigandi stofnun til fimmtudagsins 14. september næstkomandi. Meira »

Í annarlegu ástandi á hóteli

11:24 Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í anddyri hótels í miðborg Reykjavíkur laust fyrir klukkan hálfsjö í morgun. Maðurinn var ekki gestur á hótelinu. Hann var farinn þegar lögreglan kom á vettvang. Meira »

Hvað á að hafa í huga við hamfarir?

10:58 Íslendingar búa við stórfelldar hættur, eins og jarðskjálfta, snjóflóð og eldgos, sem fólk þarf að takast á við daglega en þó að það sé hægt að spá fyrir um náttúruhamfarir getur verið erfitt að sjá fyrir afleiðingar þeirra. Meira »
Þurrkari
White Westinghouse - amerísk gæða heimilistæki 11 kg þurrkari - öflugur > 4500 ...
Dökkblár Citroen C4 til sölu
Dökkblár Citroen C4 til sölu. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð 250 þúsund. Á...
HANDRIÐ _ SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK-síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...