Ferðaþjónustan sýni samfélagsábyrgð

Erlendir ferðamenn á göngu í Dyngjufjöllum.
Erlendir ferðamenn á göngu í Dyngjufjöllum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta fór langt fram úr okkar björtustu vonum. Við hefðum verið ánægð með svona 50-80 fyrirtæki en það eru þegar komnar 130 skráningar,“ segir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans.

Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu verður undirrituð af forsvarsfólki 130 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík á morgun að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sem er verndari verkefnisins. Það eru Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn sem standa að verkefninu í samstarfi við fleiri stofnanir og fyrirtæki.

Í samtali við Morgunblaðið segir Ásta Kristín verkefnið þarft, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings um öryggi ferðamanna, en umræða um ábyrgð ferðaþjónustunnar tók kipp í vetur þegar rúta með um 40 kínverska ferðamenn innanborðs fór á hliðina á Þingvallavegi. Þá lést taívanskur ferðamaður í skipulagðri vélsleðaferð á Langjökli árið 2013 þegar hann missti stjórn á sleðanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert