„Við eigum eftir að ræða málin“

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, heilsar Páli Vali Björnssyni, fyrrverandi …
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, heilsar Páli Vali Björnssyni, fyrrverandi þingmanni flokksins, við komuna á fundinn í kvöld. mbl.is/Golli

„Ég átta mig ekki enn á því, fundurinn er ekki byrjaður og við eigum eftir að ræða málin. Það hefur verið mikið umtal í samfélaginu og við sjáum hvernig fólk upplifir það.“

Þetta sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, fyrir fund stjórnar flokksins sem nú er hafinn í Gerðubergi í Reykjavík, spurður hvort umræðan um að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði setið á skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum gæti haft áhrif á afgreiðslu fundarins á stjórnarsáttmála fyrirhugaðrar ríkisstjórnar.

Óttarr sagði að lagt hefði verið upp með að fundurinn tæki tvo tíma en hann gæti dregist lengra fram á kvöld. Að skýrslumálinu undanskildu var Óttarr sannfærður um ágæti sáttmálans. „Ég myndi ekki koma með stjórnarsáttmála sem ég teldi ekki að væri góður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert