„Verðum að hætta þessari neyslu“

Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Eggert

„Mér finnst þetta vera veigamesta og mikilvægasta ráðuneytið,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra. Mörg brýn málefni bíða ráðuneytisins að leysa sem hún segist glöð myndi vilja halda áfram að kljást við.

Hún segir núverandi ríkisstjórn verði að fá tækifæri til að sanna sig, spurð hvernig henni lítist á núverandi ríkisstjórn.  

„Það er alltaf gott að fara fram með hógværð og velvild til lands og þjóðar. Ég hef ekki trú á að það sé gott að umbylta öllu,“ segir Sigrún spurð um ráðleggingar til núverandi ríkisstjórnar.

Hún segir mikilvægt að hver og einn hugsi um það hvernig hann hagar sér gagnvart umhverfinu hann beri mikla ábyrgð. „Það erfiðasta er að láta hvern og einn breyta um lífsstíl. Við verðum að hætta þessari neyslu. Í upphafi valdi ég mér tvö einkunnarorð sem ég hef haft að leiðarljósi. Það eru nýtni og góð umgengni,“ segir Sigrún og bendir á að fleiri meiri tileinka sér þau.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert