Háskaleikur í fjörunni

Ferðamenn í Reynisfjöru í gær.
Ferðamenn í Reynisfjöru í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir ferðamenn léku sér við öldurnar og með líf sitt í leiðinni í Reynisfjöru í Mýrdal í gær þegar blaðamaður Morgunblaðsins og ljósmyndari komu þar við. Fjórir ungir ferðamenn frá Singapúr hlupu hlæjandi að sjónum og svo undan öldunum aftur upp í fjöru og virtust ekki gera sér grein fyrir hættunni.

Enda viðurkenndu þau fyrir blaðamanni að hafa ekki lesið aðvörunarskiltin sem blasa við þegar gengið er að fjörunni frá bílastæðinu. Þau sögðust sjá að öldurnar væru stórar og hefðu því hlaupið undan þeim til að blotna ekki.

Fáir ferðamenn stoppa við skiltin, sem eru tvö, að sögn starfsmanna á veitingastaðnum Svörtu fjörunni en þeir hafa gott útsýni yfir það sem á sér stað í Reynisfjöru. Þeir segja ferðamenn ekki hafa virt lögregluborða sem voru settir upp í fjörunni á mánudaginn eftir banaslysið sem varð í Kirkjufjöru, þar rétt hjá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert