Ofurölvi fékk 16 ára til að aka

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögregla stöðvaði í gærkvöldi bifreið á Vesturlandsvegi eftir að tillkynning barst um athugavert aksturslag við Hvalfjarðargöng. Undir stýri reyndist 16 ára próflaus stúlka. Í bifreiðinni var eldri maður sem hafði fengið stúlkuna til að aka. Var hann ofurölvi.

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Hann er m.a. grunaður um hótanir og frelsissviptingu.

Um kl. 1 í nótt var maður handtekinn í Grafarvogi grunaður um heimilisofbeldi. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Þá var maður handtekinn við Hólmavað um kl. 4, grunaður um líkamsárás. Hann var sömuleiðis vistaður í fangageymslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert