Hitti nýjan heilbrigðisráðherra

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Óttarr Proppé, nýr heilbrigðisráðherra, áttu fund á föstudag þar sem Páll kynnti m.a. starfsemi spítalans og helstu áskoranir sem heilbrigðiskerfið stæði frammi fyrir á næstu árum.

Einnig voru fjármál spítalans rædd og uppbygging spítalabyggingar við Hringbraut, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum var fundurinn „langur og góður“ og mikil ánægja var með samræðurnar.

Í föstudagspistli sínum fagnaði Páll því að áætlanir um að meðferðarkjarni risi fyrir árið 2023 myndu standa. Einnig nefndi Páll að samkvæmt nýjum stjórnarsáttmála yrði þungi settur í uppbyggingu í öldrunarþjónustu og vonar hann að myndarlega verði stutt við rannsóknir svo háskólar og vísindastofnanir standist alþjóðlega samkeppni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert