Varist gylliboð á verkfærum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Brotist var inn á þremur stöðum um helgina á nýbyggingarsvæðum í Kópavoginum og verkfærum stolið. Lögreglan biður fólk um að hafa varann á sér ef verkfæri bjóðast á afar hagstæðum kjörum á sölusíðum á netinu.

Að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra í lögreglunni í Kópavoginum, var brotist inn í geymsluskúr og nýbyggingu í Hvarfa-hverfinu og þaðan stolið verkfærum. Eins var brotist inn í geymsluskúr á nýbyggingarsvæði í Linda-hverfi og sérhæfðum handverkfærum stolið. Í öllum tilvikum var um læstar hirslur að ræða en þjófarnir létu það ekki stöðva sig og klipptu á hengilása á hurðum.

Á ellefta tímanum var tilkynnt um innbrot á hárgreiðslustofu í austurhluta Reykjavíkur og eins um að rúða hafi verið brotin í verslun í sama borgarhluta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert