Deildum lokað vegna inflúensunnar

Inflúensan kemur víða við en loka hefur þurft deildum á …
Inflúensan kemur víða við en loka hefur þurft deildum á sjúkrahúsinu á Akureyri vegna faraldurs. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Vegna inflúensufaraldurs er lyfjadeild lokuð fyrir heimsóknir,“ stendur á miða sem blasir við þeim sem leggja leið sína á fyrrnefnda deild Sjúkrahússins á Akureyri. Búið er að loka nokkrum deildum SAk vegna inflúensunar, að því er Vikudagur greinir frá.

Í fréttinni segir að inflúensan hafi skollið á sjúklinga af fullum þunga en um sé að ræða flensu af A stofni, H3N2, og dæmi séu um að bólusettir hafi smitast.

Haft er eftir Sigurði E. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra lækninga og handlækningasviðs SAk að sjaldgæft sé að deildum sé lokað vegna smithættu.

Þá greinir Vikudagur frá því að sextán manns á tveimur öldrunarheimilum Akureyrar hafi smitast af flensunni.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu sem kom út í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert