Verið að hreinsa vegi á Vestfjörðum

mbl.is/Gúna

Það er hálka eða snjóþekja á vegum á Suður- og Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð og unnið að hreinsun. Þungfært er á Hjallahálsi og Klettshálsi.

Hálkublettir eru víða á Norðurlandi, verið er að kanna færð á Öxnadalsheiði og yfir Öræfin og koma nánari upplýsingar fljótlega. Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Hálka er með suðausturströndinni, segir á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert