11 stiga hiti á Seyðisfirði

Það fer að kólna á morgun og um næstu helgi …
Það fer að kólna á morgun og um næstu helgi verður komið töluvert frost. Veðurstofa Íslands.

Mjög hlýtt hefur verið í veðri í dag og mældist 11 stiga hiti á Seyðisfirði og hitinn fór í tæp 8 stig á Vatnsskarði eystra, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Heldur kólnar í veðri á morgun en mjög hvasst er á miðhálendinu.

Veðurspáin fyrir næsta sólarhring:

Suðvestan 8-13 en 13-20 um mitt Norðurland. Skúrir eða él en þurrt að mestu norðaustanlands. Vestan 10-15 norðaustanlands í fyrramálið en annars 3-10. Hægari eftir hádegi. Stöku él. Suðaustan 8-15 og dálítil rigning eða slydda seint annað kvöld um vestanvert landið. Kólnar í veðri, frostlaust vestanlands og með sjónum á morgun en vægt frost inn til landsins.

Á mánudag:
Sunnan 8-15 og talsverð rigning, einkum sunnanlands en úrkomulítið norðaustan til. Hiti víða 4 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt, 5-10 m/s og skúrir eða él og hiti 1 til 5 stig en úrkomulaust NA-og A-lands og vægt frost inn til landsins.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 5-10 og slydda eða snjókoma á köflum um landið sunnanvert en þurrt fyrir norðan. Allhvöss norðaustanátt og snjókoma á Vestfjörðum. Frostlaust við sjóinn en annars vægt frost.

Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt, 8-15 og él norðan til, en austlæg eða breytileg átt syðra og lengst af þurrt. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með ofankomu um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnan til. Frost um allt land.

Á laugardag:
Norðanátt á landinu, él á annesjum norðanlands en bjartviðri sunnanlands. Frost um allt land og víða talsvert frost.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert