Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Horft til norðurs eftir Bárðarbungu.
Horft til norðurs eftir Bárðarbungu. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti varð við Bárðarbungu nú á tíunda tímanum, en samkvæmt mælum Veðurstofunnar var hann 3,9 að stærð, um 6,1 kílómetra austsuðaustan við Bárðarbungu.

Jarðskjálftar hafa verið nokkuð tíðir á svæðinu í kjölfar eldgossins í Holuhrauni árið 2014.

Í morgun, um klukkan hálfsjö, varð þá jarðskjálfti af stærðinni 3,0 í Mýrdalsjökli. Sá skjálfti varð um 4,2 kílómetrum austan við Goðabungu. Um þrjátíu minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert