Jarðskjálfti í Kötluöskju

Skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli.
Skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærð 3,3 mældist klukkan 18.14 í norðaustanverðri Kötluöskjunni í kvöld, engir eftirskjálftar fylgdu að sögn jarðvísindamanna hjá Veðurstofu Íslands.

Klukkan 06.33 í morgun varð jarðskjálfti að stærð 3 vestar í öskjunni. Um þrjátíu minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Kl. 09.37 varð jarðskjálfti af stærð 3,9 í Bárðarbungu.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert