Lög á sjómannaverkfall ekki á dagskrá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að ekki sé á dagskrá ríkisstjórnarinnar að setja lög á sjómannaverkfallið.

Hún segir að báðir deilendur verði að semja og gefa eftir.

„Staðan er auðvitað afleit og hún er farin að hafa mikil áhrif til hins verra á markaði fyrir fiskinn okkar,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við Rúv.

Verkfall sjómanna hefur staðið yfir síðan um miðjan desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert