Rafmagnslaus dagur fyrir leikskólabörn í Rauðaborg

Krakkarnir kunnu vel að meta rökkrið í rafmagnsleysinu og þau …
Krakkarnir kunnu vel að meta rökkrið í rafmagnsleysinu og þau léku sér við luktarljós. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Alþjóðlegur dagur rafmagnsins var í gær og af því tilefni var ákveðið í nokkrum leikskólum að kynna rafmagnið og rafmagnsleysið fyrir börnunum í samstarfi við Orku náttúruna og Veitur.

Fyrirtækin vildu með því vekja athygli á mikilvægi rafmagns í starfi og leik, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í leikskólanum Rauðaborg í Árbænum var rafmagnsleysinu vel tekið af börnunum en ekki mátti kveikja ljós eða nota nein tæki sem ganga fyrir rafmagni fyrir hádegi. Það eina sem lýsti börnunum voru neyðarljósin sem sýna útgönguleiðir og lítil rafmagnskerti og luktir en svo fylgdust börnin með hvernig birti smám saman úti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert