Snitselið rauk út í HR

Það var boðið upp á mikið úrval kræsinga í Háskólanum í Reykjavík í þar sem skiptinemar kynntu matarhefðir frá heimalandinu á alþjóðadegi skólans. Engan skyldi undra að ítölsku og frönsku básarnir hafi notið vinsælda en snitselið frá Austurríki naut líka mikilla vinsælda.  

mbl.is var á staðnum og kynnti sér hvað nemendur höfðu upp á að bjóða. Í tilefni dagsins söng, kínverski skiptineminn Jinkai Zhang sem leggur stund á vélaverkfræði, mongólskan barkasöng fyrir samnemendur sína.

Auk þess var hægt að kynna sér möguleika á að halda utan í skiptinám.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert