Alþjóðlegt vörumerki fyrir skyr

Nýju skyrumbúðirnar.
Nýju skyrumbúðirnar.

Ísey skyr er nýtt alþjóðlegt vörumerki fyrir íslenskt skyr. Það verður notað í markaðssókn Mjólkursamsölunnar á erlendum mörkuðum og á Skyr.is vörulínuna hér á landi.

MS er í viðræðum við fyrirtæki víða um heim um framleiðslu og sölu á skyri. Þá hugar SS að útflutningi á pylsum til Bandaríkjanna, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Unnið var að undirbúningi nýs vörumerkis fyrir skyr allt síðasta ár og skráningu þess um allan heim. Mikil vinna var lögð í að finna rétta heitið. Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri hjá MS, segir að Ísey skyr hafi skýra tilvísun til Íslands, heimalands „alvöru skyrs“. Þá hafi verið leitað að kvenmannsnafni til að heiðra minningu kvenna sem viðhéldu þekkingu á skyrgerð og færðu milli kynslóða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert