Lögreglan áfrýjar máli Péturs

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst áfrýja frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á ákæru gegn Pétri Gunnlaugssyni, dagskrárgerðarmanni á Útvarpi Sögu, um hatursorðræðu til Hæstaréttar. Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Frétt mbl.is: Máli Péturs á Útvarpi Sögu vísað frá

Héraðsdómur vísaði í morgun málinu gegn Pétri frá dómi, en hann var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs vegna ummæla um samkynhneigð sem féllu í útvarpsþætti undir hans stjórn á útvarpsstöðinni. Ummælin voru að mati dómara almenns eðlis og óljóst hver þeirra væru talin saknæm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert