Fylgi Viðreisnar minnkað mikið

Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega 44% landsmanna styðja ríkisstjórnina samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallups sem greint var frá í Ríkisútvarpinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi eða 28% en hlaut 29% í þingkosningunum í lok október.

Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur bætt verulega við sig frá kosningunum þegar flokkurinn fékk 15,9% fylgi og mælist nú með 23%. Fylgi Pírata mælist nú 13% en var 14,5% í kosningunum. Framsóknarflokkurinn mælist með 11% sem er svipað og kjörfylgi flokksins.

Fylgi Viðreisnar hefur minnkað mikið frá kosningunum í október eða um tæplega helming. Fylgið mælist nú rúmlega 5% en flokkurinn hlaut 10,5% fylgi í kosningunum. Mælist flokkurinn minnstur á þingi. Björt framtíð og Samfylkingin mælast með 7% hvor flokkur og flokkur fólksins um 2%.

Skoðanakönnunin var gerð 5.-29. janúar. Þátttakendur voru 4.288 og svarhlutfallið tæplega 57%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert