Vill banna sorpkvarnir á heimilum

Sorpkvörn í vaski er ekki góð lausn.
Sorpkvörn í vaski er ekki góð lausn. mbl.is/Golli

Skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg telur æskilegt að banna sorpkvarnir sem mjög ryðja sér til rúms í eldhúsvöskum á heimilum borgarbúa. Þar eru matarleifar hakkaðar niður í holræsakerfi borgarinnar.

Kemur þetta álit fram í svari við fyrirspurn Halldórs Halldórssonar og Hildar Sverrisdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Skrifstofustjórinn segir að kvarnirnar auki verulega álag á fráveitukerfið, álag sem það sé ekki hannað fyrir. Úrgangurinn safnist fyrir í kerfinu og valdi miklum kostnaði við hreinsun og jafnvel skemmdum.

Tilefni fyrirspurnar borgarfulltrúanna er að skapa umræðu um hvort samband kunni að vera á milli notkunar sorpkvarna og aukins músa- og rottugangs í borginni. „Haustið og veturinn 2016/2017 er skv. fréttum mikill músa- og rottugangur í borginni sem kemur til vegna veðurfarsins en reikna má með að hakkaðar matarleifar frá heimilum hjálpi stofninum líka,“ segir meðal annars í fyrirspurninni.

Frétt mbl.is: Leita svara við rottugangi

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert