Andlát: Hálfdán Björnsson

Hálfdán Björnsson.
Hálfdán Björnsson. Ljósmynd/Andrés Skúlason

Hálfdán Björnsson, bóndi og alþýðuvísindamaður á Kvískerjum í Öræfum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 10. febrúar, tæplega níræður að aldri.

Hálfdán fæddist 14. mars 1927 og var hann sonur hjónanna Björns Pálssonar, bónda á Kvískerjum, f. 1879, d. 1953, og Þrúðar Aradóttur húsfreyju, f. 1883, d. 1968.

Hálfdán var sjálfmenntaður fræðimaður. Hann ritaði fjölda vísindagreina um plöntur, skordýr og fuglalíf, en skordýrasafn hans telst eitt það stærsta í einkaeigu hér á landi.

Systkini Hálfdáns voru: Flosi, f. 1906, d. 1993. Hann var sjálfmenntaður jökla- og náttúrufræðingur og mikill tungumálamaður. Guðrún eldri, f. 1908, d. 1991. Hún sinnti mikið heimilisstörfum á Kvískerjum og hafði yndi af bóklestri og útiveru. Ari, f. 1909, d. 1982, starfaði mikið við búskapinn á Kvískerjum. Guðrún yngri, f. 1910, d. 1999. Hún fór á húsmæðraskóla á Laugarvatni og sinnti mikið heimilisrekstrinum, gestamóttöku og hannyrðum. Páll, f. 1914, d. 1993, organisti Hofskirkju um nær 60 ára skeið. Sigurður, f. 1917, d. 2008, alkunnur félagsmála- og fræðimaður. Ingimundur, f. 1921, d. 1962, vann mikið við búskapinn. Helgi, f. 1925, d. 2015, bóndi og frumkvöðull á Kvískerjum. Uppeldissystir þeirra systkina var Finnbjörg Guðmundsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert