Senn lýkur endurbótum á Laxárstöð III

Laxárstöð III. Inntaks- og stíflumannvirki voru endurbætt og vélasamstæðan var …
Laxárstöð III. Inntaks- og stíflumannvirki voru endurbætt og vélasamstæðan var einnig tekin í gegn. Ljósmynd/Hreinn Hjartarson

Í maí á síðasta ári hófust framkvæmdir við Laxárstöð III í Aðaldal, en þær snúast um endurbætur og viðhald.

Framkvæmdum þessum á að ljúka í mars og að sögn Landsvirkjunar eiga þær að stuðla að auknu rekstraröryggi, minna sliti og meiri endingu á búnaði stöðvarinnar.

Inntakslónið var dýpkað til þess að ná straumhraða í því niður. Útbúin var sandgildra framan við inntak stöðvarinnar með sandskolunarbúnaði, að því er fram kemur í umfjöllun um endurbæturnar á virkjuninni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert