Samninganefndirnar komnar í Karphúsið

Samninganefnd sjómanna í Karphúsinu.
Samninganefnd sjómanna í Karphúsinu. mbl.is/Eggert

Samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru saman komnar í Karphúsi ríkissáttasemjara í Borgartúni, samkvæmt heimildum mbl.is.

Ekki hefur fengist staðfest hvort formlegar viðræður þeirra á milli eigi sér þar stað, en Jens Garðar Helgason, formaður SFS, sagði í samtali við mbl.is seint í gærkvöldi að kominn væri á samningur milli aðilanna.

Samið hef­ur verið um öll mál í kjara­deil­u sjó­manna og út­gerðar­inn­ar nema um eitt atriði, er varðar mögu­leg­an skatta­af­slátt af fæðis­pen­ing­um sjó­manna. 

„Samn­ing­ur er kom­inn okk­ar á milli en út af stend­ur þetta atriði,“ út­skýr­ði Jens Garðar.

Sjó­menn hafa lýst því yfir að þeir vilji sitja við sama borð og annað launa­fólk sem starfar við sam­bæri­leg­ar aðstæður, þ.e. vinn­ur fjarri heim­ili sínu og fjöl­skyldu, og telja sjó­menn að um sé að ræða rétt­læt­is­mál fyr­ir stétt sjó­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert