Úrkomulítið á morgun

Ekki ætti að vera mikil þörf fyrir regnhlífar á morgun.
Ekki ætti að vera mikil þörf fyrir regnhlífar á morgun. mbl.is/Ómar

Breytileg átt verður næstu klukkutímana, þrír til átta metrar á sekúndu, en norðaustan 8-13 metrar á sekúndu á Vestfjörðum og annesjum nyrst fram á morgun. Rigning verður þá með köflum, en slydda norðaustanlands, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Skýjað verður að mestu á landinu á morgun, en úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, mildast á Suðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

Vegir eru að mestu greiðfærir á Suður- og Vesturlandi en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Hálkublettir eða hálka er á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum, en á Steingrímsfjarðarheiði og þröskuldum er snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Á Norður- og Austurlandi er þá víðast autt á láglendi en hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum. Hálka er á Öxnadalsheiði og á Möðrudalsöræfum. Greiðfært er á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert